07.07.2014 17:07

Í Hrísey

Þessi síða var upphaflega stofnuð fyrir saumaklúbbinn minn sem stofnaður var 2004 og er því 10 ára. Það hafa hins vegar ekki margar verið tilbúnar að setja verk sín inn á hana en ég ákvað að halda síðunni úti fyrir sjálfa mig en hef ekki breytt nafninu því saumaklúbburinn heitir enn þessu nafni. Saumaklúbbuirnn er enn við líði og hittist oft á ári. Alltaf hefur staðið til að fara eitthvað saman en ekki orðið af FYRR en Svana bauð okkur til Hríseyjar 26. júní sl. og þá komu allar og makar með einhverjum okkar. Vonandi verður að að verulegika að árlega verði farið í svona ferð.